25.990 kr
Momcozy Baby Elite Set inniheldur allt sem foreldrar þurfa til daglegrar umhirðu barnsins. Settið sameinar þrjár helstu umönnunarþarfir – snyrtingu, heilsu og þrif – í einni hagnýtri lausn.
Settið inniheldur rafmagns naglaþöl, rafmagns nasahreinsitæki, hlýtt magabelti, hitamæli, lyfjagjafasnuð, baðbursta, bursta fyrir skán, nagdót, fingurtannbursta og kamb. Allt er hannað með öryggi, þægindi og einfaldleika í huga.
rafmagns naglaþölin snýst á hægari hraða (3500 snúningar á mínútu) en flest önnur tæki og hentar sérstaklega vel fyrir nýbura og óvana foreldra. Meðfylgjandi eru sex slípidiskar sem einnig má nota fyrir fullorðna.
Nasahreinsitækið er úr BPA-fríu mjúku efni og býður upp á þrjú sogstig til að hreinsa nef barnsins á öruggan og þægilegan hátt. Það er hljóðlátt í notkun, með mildri ljósbirtu og vögguvísum til að róa barnið á meðan hreinsað er.
Baðbursti og kambur eru úr mjúku sílikoni sem verndar húð barnsins og fjarlægir hárskán án þess að erta hársvörðinn. Lyfjagjafasnuðið tryggir nákvæma gjöf lyfja og fingurtannburstinn hreinsar mjúklega tennur og tungu barnsins.
Settið kemur í fallegri gjafaumbúð og hentar bæði drengjum og stúlkum. Það er fullkomin gjöf fyrir verðandi eða nýbakaða foreldra, hvort sem er í skírnargjöf, vöggugjöf eða Babyshower gjöf.